Um Slikkerí

Slikkerí er lítið fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað að danskri fyrirmynd.  Sum okkar eru ættuð frá Danmörku og elskum flest sem er danskt.  Við erum miklir sælkerar, það er nú svo einfalt, og elskum að láta það eftir okkur að vera sælkerar.

Það voru Guðlaug, Niels og Sigurbjörg dóttir þeirra sem stofnuðu Slikkerí en í desember 2010 keypti Jóna Magnea barnabarn Guðlaugar og Niels fyrirtækið.

Við vonum að þessi heimasíða hjálpi til við að breyta menningu okkar íslendinga, og auðveldi okkur að bæta brjóstsykursgerð í okkar frábæra og fjölbreytta heimilisiðnað.

Heimagerðan brjóstsykur á alla handavinnumarkaði!  Allar tombólur!  Alla útimarkaði! Alla saumaklúbba og föndurklúbba! 

Smá heilræði:  Búið fyrst til brjóstsykurinn, drekkið svo bjórinn.  Brjóstsykursgerð getur verið hættuleg þar sem verið er að vinna með mjög heitan sykur.

Áhugavert