Um Slikkerí

Slikkerí er lítið fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað að danskri fyrirmynd.  

Það voru Guðlaug, Niels og Sigurbjörg dóttir þeirra sem stofnuðu Slikkerí.ehf árið 2003, 2010 keypti Jóna Magnea barnabarn Guðlaugar og Niels fyrirtækið.

Nýir eigendur síðan 1.september 2017 eru mæðgurnar Vigdís Helga Eyjólfsdóttir og Anna Dröfn Sigurjónsdóttir.

Brjóstsykursgerð er ákaflega skemmtileg og ásamt því að selja allt til brjóstsykursgerðar þá höfum við verið að búa til brjóstsykur á handavinnumarkaði, halda námskeið fyrir saumaklúbba, vinahópa, vinnustaði eða skóla/frístundamiðstöðvar.